klukkan er 02:09


18.8.2010

Aksturinn á Menningarnótt 2010

 

Tíðni ferða á Menningarnótt

Eftirtaldar leiðir munu aka samkvæmt tíðni og tímatöflum sem tíðkast venjulega á virkum dögum: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 17, 18 og 19. Um kvöldið verður áfram ekið á þessum leiðum eins og um dagtíma væri að ræða, þ.e. á hálftíma fresti. Aðrar leiðir en fyrrnefndar munu aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun.  

Reykjavíkurborg býður farþegum frítt í alla vagna sem aka um höfuðborgarsvæðið á Menningarnótt. Síðustu ferðir verða frá Hlemmi og Vonarstræti; um kl. 01:00


Hér er hægt að skoða á korti breyttar akstursleiðir á Menningarnótt


LOKAÐAR GÖTUR ALLAN DAGINN

Vegna maraþonshlaups munu eftirtaldar götur verða lokaðar allan daginn: Sæbraut (milli Lækjargötu og Dalbrautar)  – Geirsgata - Mýrargata – Hverfisgata – Lækjargata.

 

LOKAÐAR GÖTUR KL. 06:45 – 16:00

Vonarstræti, Fríkirkjuvegur, Skothúsvegur og Sóleyjargata. Á þessum tíma aka vagnar á leið að miðbænum frá Hlemmi um Snorrabraut og Hringbraut að Melatorgi og snúa þar við á leið út í hverfi. Sami háttur verður þegar ekið er frá hverfum að Hlemmi, þá er tekinn snúningur á Melatorgi.

Vagnar aka venjulega leið um Vesturbæ en aka ofannefnda leið að og frá Hlemmi.

 

EFTIR KL. 16:00 VERÐUR BREYTING

Þá munu vagnar á leið út í hverfi frá Hlemmi aka af gömlu Hringbraut um Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg, Vonarstræti, Suðurgötu og aftur að Hringbraut.

Á sama hátt munu vagnar sem eru á leið að Hlemmi aka um Skothúsveg, Sóleyjargötu, gömlu Hringbraut og Snorrabraut.

 

Leið 5

Mun aka milli Sæbrautar og Hlemms eftir Dalbraut og Sundlaugarvegi að og frá Borgartúni. Biðstöðvarnar við Kirkjusand á Sæbraut munu því ekki vera í notkun auk þess sem leiðin mun ekki aka um Klettagarða.

 

Leið 12

Mun aka hefðbundna leið um Sæbraut og Kleppsveg, að og frá Hlemmi.

 

Leið 14

Mun aka um Ánanaust og Hringbraut í báðar áttir.