klukkan er 02:08

Kauptu miða eða áskrift með Strætóappinu.
Þriðji hver mánuður frír!


NÝJUNGAR Í STRÆTÓ-APPINU

Stærsta breytingin er Áskrift að Strætó gildir á höfuðborgarsvæðinu að lágmarki í mánuð, en einnig er hægt að „skrá sig í áskrift“ og fá þriðja hvern mánuð frían. 

Snjallsími strætófarþega virkar þar með eins og mánaðarkort, þriggja mánaða kort, níu mánaða kort eða bara ótímabundið — allt eftir því hversu lengi áskriftin er í gildi. 

Með áskrift að strætó er aðeins greitt fyrir einn mánuð í senn. Afslátturinn er álíka og fæst með tímabilskorti. En með áskrift þarf ekki að greiðamarga mánuði fram í tímann. 

Að þessu leyti er áskrift hagstæðari kostur en tímabilskort. Það er einfalt að skrá sig í áskrift og jafnauðvelt að segja henni upp. Eins og annað í appinu þá er þjónustan hönnuð til að einfalda og auðvelda farþegum okkar að komast leiðar sinnar. 


Með Strætó-appinu getur þú m.a.:

 • Keypt þér miða og áskrift
 • Sent miða á annan notanda
 • Fundið réttu leiðina
 • Séð hvar vagn er staddur
 • Fundið næstu biðstöð
 • Fylgst með vögnum á rauntímakorti
Nánar um appið

Spurt og svarað


 1. Hvað gildir snjallmiðinn lengi? Snjallmiðinn gildir í 75 mínútur frá því hann er virkjaður líkt venjulegur miði þegar er tekin skiptimiði.
  Gildistími miða getur þó breyst í tengslum við sérstaka viðburði eða markaðsátaks um takamarkað skeið.
 2. Get ég keypt marga miða og haft óvirkjaða? Já. Þótt aðeins sé hægt að kaupa einn snjallmiða í einu þá getur þú keypt þá hvern á fætur öðrum og geymt í símanum þar til á þarf að halda. Auk þess er hægt að kaupa hópmiða sem gilda fyrir fleiri, allt að tuttugu farþega sem ferðast saman.
 3. Get ég keypt miða fyrir börnin mín? Já. Þú getur keypt miða og sent í snjallsíma barna þinna.
 4. Hvað gerist ef ég virkja miða óvart? Þá hefur þú um 75 mínútur til að taka strætó. Snjallmiða er ekki hægt að bakfæra eða endurnýja.
 5. Get ég notað appið í öllum GSM símum og snjalltækjum? Hægt er að nota appið í algengustu ANDROID og APPLE snjallsímum og snjalltækjum með myndavél. 
  Eigi að nota appið í snjalltæki sem ekki er sími þarf að afskrá númerið í snjallsímanum og virkja í snjalltækið með staðfestingarkóða sem sendur var með SMS-skeyti í símanúmerið.
 6. Virkar appið með öllum stýrikerfum? Appið er hægt að nota með ANDROID- og APPLE stýrikerfum í algengustu tegundum snjallsíma með myndavél. 
  Ekki er hægt að tryggja að appið virki í öllum símum, öllum stýrikerfum og öllum uppfærslum en leitast er við að halda því nothæfu í vinsælustu snjalltækjum hverju sinni.
 7. Er hægt að kaupa snjallmiða með debetkorti? Nei. Aðeins er hægt að greiða fyrir miða með kreditkorti í Strætó-appinu að svo stöddu.
 8. Er hægt að kaupa strætókort með appinu? Nei. Í fyrstu er eingöngu hægt að kaupa staka snjallmiða gegn staðgreiðslufargjaldi fyrir einn eða fleiri farþega.  
  Ekki er hægt að kaupa þriggja daga kort, ekki mánaðarkort, nemakort, samgöngukort eða önnur tímabilskort..
 9. Virkar appið þó ég tengi það ekki við kreditkort? Já þú getur notað það í allt annað en að kaupa snjallmiða.Ef einhver sendir þér snjallmiða þá getur þú tekið strætó með appinu eða sent miðann í enn annað símanúmer.
 10. Virka öll kort? Nei. Þú getur aðeins notað kreditkort frá VISA og MasterCard til að kaupa miða eins og er.
 11. Ef ég kaupi hópmiða fyrir þrjá farþega , get ég breytt honum í þrjá staka miða? Nei, snjallmiði fyrir þrjá gildir í 75 mínútur fyrir þrjá farþega sem ferðast saman.
 12. Þarf ég að nota snjallmiða innan ákveðis tíma? Nei. Miðinn hefur engan síðasta notkunardag og heldur gildi sínu þar til hann er virkjaður.
 13. Fæ ég afslátt fyrir námsmenn, öryrkja eða aldraða þegar ég kaupi miða með Strætó-appinu? Nei. Snjallmiðar eru aðeins í boði gegn staðgreiðslugjaldi.
 14. Verður hægt að hringja í þjónustunúmer og fá sendan miða? Nei.
 15. Þarf að ganga frá miðakaupum áður stigið er um borð í vagninn? Það er ætlunin. Kynningarefni fyrir miðakaup í appinu mun leggja áherslu á að ganga frá miðakaupum og virkja miðann sinn á réttum tíma til að tefja ekki vagninn.
 16. Hvað á vagnsstjóri að gera ef barn segist ætla að hringja í pabba sinn og bíða eftir að hann sendir því miða? Benda barninu á að bíða eftir miðanum og taka síðan næsta vagn.
 17. Verður hægt að kaupa barnafargjald í gegnum appið? Nei. Aðeins er í boði að kaupa miða gegn staðgreiðslugjaldi að svo stöddu.
 18. Er hægt að nota snjallmiða utan höfuðborgarsvæðisins? Nei til að byrja með gilda snjallmiðar aðeins á höfuðborgarsvæðinu, gjaldsvæði 10.

Áskrift - Spurt og svarað


 1. Get ég keypt þriggja, níu mánaða kort eða árskort með appinu? Einungis er hægt að kaupa einn mánuð í senn í appinu en ef þú velur að hafa sjálfvirka áskrift sem endurnýjast í hverjum mánuði færðu þriðja hvern mánuð frían. Það þýðir að þriggja mánaða áskrift kostar 22.600 kr. með appinu (þriggja mánaða kort kostar 24.700 kr.) og níu mánaða áskrift kostar 67.800 kr. í appinu (níu mánaða kort kostar 58.700 sem fer nálægt 67.000 kr. í heildarkostnað ef kaupunum er dreift á greiðslukortasamning í níu mánuði).
 2. Geta fleiri en ég notað áskriftina? Áskriftin er bundin símtæki þínu og símanúmeri, hvort sem áskriftin er til eins mánaðar eða lengri tíma.
 3. Get ég verið með sömu áskrift í fleiri símum en einum? Nei, en þú getur flutt áskriftina á milli símtækja, t.d. ef þú þarft að endurnýja símann eða að nota lánssíma tímabundið. Áskriftina er þó aðeins hægt að flytja tvisvar innan áskriftartímabilsins, þ.e. mánaðarins.
 4. Get ég keypt einn mánuð og breytt honum í áskrift? Já, endilega. Ef þú staðfestir að þú viljir sjálfvirka endurnýjun áður en mánaðaráskriftin rennur út. Þú getur stillt á sjálfvirka endurnýjun hvenær sem er meðan áskriftin er í gildi. Það skiptir ekki máli hvort þú gerir það á fyrsta degi eða hinum síðasta. Þriðji hver mánuður er þá frír. Það er vitanlega jafnauðvelt fyrir þig að hætta í áskrift.
 5. Ef mánaðaráskriftin rennur út og ég hef ekki sett sjálfvirka endurnýjun í gang, get ég þá samt farið í áskrift og fengið þriðja mánuðinn frían? Nei. Ef mánaðaráskriftin rennur út þarf að byrja upp á nýtt til að fá þriðja mánuðinn frían.
 6. Get ég fengið kvittun fyrir kaupunum? Já. Farðu í áskriftarstillingar (efst til hægri í áskriftarglugganum), veldu„Kvittun í tölvupósti“ og settu inn netfangið þitt. Þá færðu kvittun senda í hvert skipti sem áskrift endurnýjast. Þú getur líka fengið yfirlit yfir öll viðskipti í appinu með því að fara í Stillingar (tannhjól neðst í aðalvalmynd), velja „Viðskiptayfirlit“, smella á dagatalið og velja tímabil sem sýnir yfirlit yfir viðskipti þín. Það yfirlit getur þú líka fengið sent í tölvupósti með því að smella á skutluna efst til vinstri og setja inn netfangið þitt.
 7. Er hægt að kaupa Nemakort og Samgöngukort í appinu? Nei, ekki sem stendur. En það er á teikniborðinu.
 8. Er hægt að fá áskrift að Strætó á landsbyggðinni líka? Nei, ekki sem stendur.
 9. Er hægt að hafa fleiri en eina áskrift á sama símanúmeri eða símtæki? Nei, einungis ein áskrift á hvert símanúmer og hvert símtæki.
Nánar um appið
Aðstoð